Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

22.05.2012 19:35

AÐALFUNDUR og LOKAHÓF 11.júní kl.18.00

Aðalfundur NES verður haldinn þann 11.júní næstkomandi kl.18.00 í sal Akurskóla, Reykjanesbæ. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf þ.e. farið verður yfir ársskýrslu og ársreikning félagsins, kosning stjórnar og önnur mál....
....þegar aðalfundi lýkur verður blásið til veislu og LOKAHÓF NES hefst með pomp og prakt. Á lokahófinu mun gleðin ráða ríkjum, þjálfarar munu veita verðlaun og mun félagið gefa öllum gott að borða. Þegar lokahófinu lýkur mun NES fara í formlegt sumarfrí fram til miðjan ágúst, fyrir utan fótboltann (Stefán þjálfari fótboltans útskýrir það frekar á lokahófinu).

NES hvetur alla iðkendur, aðstandendur og alla velunnara NES að mæta á AÐALFUND og LOKAHÓFIÐ ...verið dugleg að láta þetta berast flotta fólk !!!!

Sjáumst þann 11.júní kl.18.00 í Akurskóla og höfum gaman saman

kveðja

Stjórnin

Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 182677
Samtals gestir: 21821
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 20:23:15

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar