Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes |
|||||||||||||||||||||||||||||||
29.12.2022 21:15Íþróttafólk ReykjanesbæjarÍþróttafólk Reykjanesbæjar verður útnefnt í hófi sem fram fer í 17.10.2022 20:58Úrslit á Íslandsmóti ÍF í boccia haldið í Reykjanesbæ 15. og 16. október 2022Íslandsmót ÍF í boccia og borðtennis sem fram fór í Reykjanesbæ um helgina er lokið og var helgin ótrúlega vel heppnuð. Við í Íþróttafélaginu Nes ásamt Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar héldum utan um umgjörð mótsins og göngum glöð í burtu frá vel heppnuðu móti. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin í einliðaleiknum í boccia. Úrslit á Íslandsmóti ÍF í boccia haldið í Reykjanesbæ 15. og 16. október 2022 1. Deild 1. sæti: Jósef W Daníelsson, Nes 2. Deild 1. sæti: Helga Helgadóttir, Eik 3. Deild 1. sæti: Aron Fannar, Völsungi 4. Deild 1. sæti: Ragnar Björnsson, Firði 5. Deild 1. sæti: Ólafur Andri Hrafnsson, Akri 6. Deild 1. sæti: Grétar Ingi Helgason, Ægir Rennuflokkur 1. sæti: Árni Sævar Gylfason, Ösp BC 1 til 5 1. sæti: Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR
27.08.2022 11:01
19.06.2022 15:09Lokahóf Íþróttafélagsins NesLokahóf Íþróttafélagsins Nes Í ár ákváðum við að hafa lokahófið með öðru sniði en undanfarin ár eða klippa í sundur viðburð aðalfundar og lokahófs í sundur með það fyrir augum að gefa iðkendum viðurkenningarstund sína sem sérviðburð. Viðburðurinn heppnaðist með eindæmum vel þar sem viðurkenningar fyrir liðið íþróttaár voru veittar og pylsuveisla í lokin. Veitt voru verðlaun fyrir bestu mætinguna, jákvæðasta félagann og mestu framförina í hverjum flokk ásamt hvataverðlaunabikarnum en einnig fengum við þá ánægju að afhenda bikara ÍRB fyrir íþróttamann og íþróttakonu ársins sem hafði ekki náðst að afhenda vegna fjöldatakmarkanna covid-19. En íþróttamaður ársins var Ástvaldur Ragnar Bjarnason og íþróttakona ársins var Bryndís Brynjólfsdóttir – hamingjuóskir frá Íþróttafélaginu Nes. Sund yngri: Besta mæting Mikael Már Einarsson Mesta framför Hannes Daníel Þorbjörnsson Jákvæðasti félaginn Adríana Bjarkey Ragnarsdóttir Sund eldri: Mesta framför Adam Xavier Nelson Jákvæðasti félaginn Heiðrún Eva Gunnarsdóttir Besta mætingin Heiðrún Eva Gunnarsdóttir Frjálsar yngri: Mesta framför Hannes Daníel Þorbjörnsson Jákvæðasti félaginn Særún Birgisdóttir Besta mætingin Ísey Frjálsar eldri: Mesta framför Stefanía Guðnadóttir Jákvæðasti félaginn Adam Xavier Nelson Besta mætingin Ari Ægisson Boccia: Boccia konan Ína Owen Valsdóttir Boccia maður Ástvaldur Ragnar Bjarnason Besta hjálparhellan Heiðrún Eva Gunnarsdóttir Aðstoðarþjálfarar Bryndís Brynjólfsdóttir og Jósef W. Daníelsson Mesta framför Arngrímur Arnarsson, Ásmundur Þórhallsson og Árni Þór Rafnsson Besta mætingin Bryndís Brynjólfsdóttir, Guðný Óskarsdóttir og Berglind Daníelsdóttir Garpasund Jákvæðasti félaginn Daði Þór Pálsson Besta mætingin Erla Sif Kristinsdóttir Mesta framförin Guðný Óskarsdóttir og Erla Sif Kristinsdóttir
Jákvæðasti Nesarinn Guðni Steinlaugsson Besti félaginn Kristrún Bogadóttir
Hvatabikarinn er farandsbikar til eins árs og hlaut Berglind Daníelsdóttir þau verðlaun í ár.
Íþróttafélagið Nes óskar ykkur öllum til hamingju með þær viðurkenningar sem þið hlutuð fyrir ykkar þrautseigju og iðkun við ykkar íþrótt hjá félaginu. Allar myndir eru birtar með leyfi þeirra sem sóttu viðburðinn og er hægt að skoða í myndalbúmi merkt viðburðinum
16.06.2022 15:11Íslandsmót ÍF og Hængsmót í sveitakeppni í bocciaÍslandsmót ÍF og Hængsmót í sveitakeppni í boccia Akureyri dagana 28 apríl til 1.maí
Íslandsmót ÍF og Hængsmót var haldið á Akureyri dagana 28 apríl til 1 maí og fór fríður hópur frá Nes og keppti. Frá Nes fóru 8 lið, helgin var frábær í alla staði og heppnaðist vel í alla staði, iðkendur voru dugleg og voru Íþróttafélaginu Nes til mikillar fyrirmyndar. Gaman er að segja frá að 4 lið frá Nes lentu á verðlaunapalli.
Íslandsmót ÍF og Hængsmót í sveitakeppni í boccia 2022
Íþróttafélagið Nes fékk veglega styrki frá Nettó,Púttfélagi Suðurnesja og Petrínu Sigurðardóttur, þökkum við þeim kærlega fyrir styrkina og stuðninginn.
05.06.2022 10:15Aðalfundur Íþróttafélagsins NesAðalfundur Íþróttafélagsins Nes var haldin 25 apríl og fór fram kosning til stjórnarstarfa. Ragnar Birkir Bjarkason var kosin formaður til 2 ára. Íris Dögg Ásmundsdóttir kosin varaformaður til 1 árs. Laufey Þorgeirsdóttir kosin gjaldkeri til 1 árs. Jóhann Jóhannssonkosin ritari til 2 ára. Petrína Sigurðardóttir kosin meðstjórnandi til 2 ára. Ingunn Halldóra Rögnvaldsdóttir kosin varamaður til 1 árs. Guðný Óskarsdóttir og Bryndís Brynjólfsdóttir kosnar fulltrúar iðkenda til 1 árs. 11.04.2022 11:04PáskafríÍþróttafélagið Nes er komið í páskafrí. Æfingar hefjast á nýjan leik 19.apríl. Við óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að þið njótið vel og náið að hlaða batteríin. Páska íþróttakveðja Íþróttafélagið Nes 24.02.2022 14:32Síða lá niðriVið biðjumst afsökunar á að heimasíða lá niðri. Sökin lá í notandanafna breytingum hjá kerfinu. Ekki mátti lengur hafa punkt i nafninu. Síðan er komin upp og vonumst til að verði ekki meira vesen. Einnig viljum við benda á frabært starf hjá Ungmennafélögunum Njarðvík og Keflavíkur sem eru að bjóða upp á námskeið í fótbolta og körfubolta fyrir aldurinn 6 - 13 ára. Hvet ykkur til að skoða þessi námskeið hvort þau henti ykkur . Flettingar í dag: 1350 Gestir í dag: 169 Flettingar í gær: 428 Gestir í gær: 78 Samtals flettingar: 212130 Samtals gestir: 29214 Tölur uppfærðar: 26.11.2024 10:31:55 |
Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Nafn: Íþróttafélagið NESTölvupóstfang: nes.stjorn@gmail.comAfmælisdagur: 17 nóvember 1991Staðsetning: Suðurnes, ÍslandÖnnur vefsíða: https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1Um: Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðningTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is